HREYFISEÐILL

Læknir metur einkenni og ástand skjólstæðings og ávísar síðan hreyfingu sem meðferð. Skjólstæðingi er vísað áfram til hreyfistjóra Hreyfiseðilsins sem hefur aðsetur á Heilsugæslustöðinni.

SÁLFRÆÐIRÁÐGJÖF

Skjólstæðingar Heilsugæslunnar Urðarhvarfi geta leitað til síns heimilislæknis varðandi beiðni um sálfræðiþjónustu.

RANNSÓKNIR

Rannsóknarstofan Sameind  í Urðarhvarfi 14 er opin frá kl. 8:00 til 12:00 alla virka daga og í Glæsibæ milli kl. 8:00 og 16:00.

SYKURSÝKISMÓTTAKA

Móttakan felur í sér eftirlit og ráðleggingar varðandi sykursýki.

RÁÐGJÖF HJÁ NÆRINGARFRÆÐINGI

Næringarmeðferð hjá næringarfræðingi felur alltaf í sér einstaklingsmiðaða nálgun þar sem unnið er út frá vanda einstaklingsins.

HEILSUVERND EFRI ÁRA

Heilsuverndarmóttaka fyrir 67 ára og eldri þar sem skimað er fyrir einkennum sem flýta fyrir ótímabærri öldrun.