Heilsuverndarmóttaka fyrir 67 ára og eldri

Markmið með móttökunni er fyrst og fremst heilsuvernd þar sem skimað er fyrir einkennum sem flýta fyrir ótímabærri öldrun.

 

Stefnt er að hafa samband við alla skjólstæðinga stöðvarinnar 67 ára og eldri á árinu 2022 þar sem móttakan er kynnt og fólki boðið að skrá sig.

Skimað er í viðtali fyrir vandamálum tengdum blóðþrýstingi, byltum, færni, næringarástandi og lyfjanotkun auk atriða í daglegu lífi fólks sem samkvæmt rannsóknum auka helst hættu á ótímabærri hrörnun.

Framkvæmd móttökunnar er undir stjórn Önnu Bjargar Jónsdóttur, sérfræðings í öldrunarlækningum og yfirlækni öldrunarþjónustu Heilsuverndar. Framkvæmdin er í höndum Ragnheiðar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings og Berglindar Soffíu Blöndal næringarfræðings sérhæfð í næringu aldraðra, auk lækna og annars starfsfólks heilsugæslustöðvarinnar.

Um leið og skráning fer fram er pöntuð blóðprufa sem viðkomandi þarf að fara í liggi hún ekki þegar fyrir.

Gera má ráð fyrir að fyrsta viðtal taki um eina og hálfa klukkustund og að niðurstöður liggi fyrir innan mánaðar. Þá verður haft samband símleiðis við viðkomandi, niðurstöður kynntar og boðið í annað viðtal ef þörf er á að fylgja niðurstöðum eftir.

Tekið er á móti fyrirspurnum og skráningu í síma 510 6550.