Gjaldskrá fyrir ósjúkratryggða

Komur

Fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 10.250 kr.
Fyrir komu á heilsugæslustöð vegna mæðra- og ungbarnaverndar, 10.250 kr.
Fyrir komu á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma,
þ.e. milli kl. 16:00 og 8:00 og á laugardögum og helgidögum, 15.170 kr.

Vitjanir

Fyrir vitjun læknis á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 21.730 kr.
Fyrir vitjun læknis á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma, 26.958 kr.
Fyrir vitjun annarra en lækna á heilsugæslustöð, 11.070 kr.

Önnur þjónusta

Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:

  • Þungunarpróf 861 kr.
  • Streptokokkarannsóknir 1.015 kr.
  • Lyfjaleit í þvagi 3.075 kr.
  • CRP (C-reaktíft prótein) 1.333 kr.
  • HbA 1c (glýkosýlerað hemóglóbín) 2.358 kr.
  • Berklapróf – Mantoux (Tuberkulin) sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega

Gjöld vegna krabbameinsleitar (legstroks og mynd af brjóstum) á heilsugæslustöð, greiðist til viðbótar við komugjald, 4.818 kr.

Gjöld fyrir læknisvottorð skulu miðast við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 6.765 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.

Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknarstofu og vegna rannsóknar á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknarstofu skal greiða 4.818 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.

Fyrir hverja komu til geisla- og myndgreiningar skal greiða 4.818 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.

Fyrir nauðsynlega túlkaþjónustu skal sjúklingur greiða fullt gjald samkvæmt samningi Ríkiskaupa þjónustuaðila um túlkaþjónustu.