Gjöld fyrir læknisvottorð
Þessi gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2024.
Gjöld fyrir læknisvottorð í heilsugæslu.
- Bólusetningarvottorð útprentað: Komugjald/500 kr
- Alþjóðaónæmisskýrteini: 2.158 kr
- Bólusetningarvottorð nýr stimpill í gula bók: Komugjald/500 kr.
- Fyrir vottorð um fjarvistir til atvinnurekenda, ónæmisaðgerðir og alþjóðaónæmisskírteini, heilsufar/fjarvistir nemenda til skóla, leikskóla og sumarbúða, vottorð um heilsufar einstaklinga til félagsþjónustunnar og annarra stofnana, vottorð um undanþágu til bílbeltanotkunar, vottorð vegna veitingar ökuleyfis og endurgreiðslu ferðakostnaðar, svo sem ferðarofs, vottorð til skattyfirvalda og vottorð um heilsufar kjörforeldra, stuðningsforeldra og fósturforeldra 2.346 kr.
- Fyrir vottorð vegna slysatrygginga (áverkavottorð), vegna beiðni um þjálfun, vegna öflunar hjálpartækja, vegna lengingar fæðingarorlofs, vegna hreyfihömlunar (uppbót vegna reksturs bifreiðar), vegna umsóknar um styrk og uppbót til kaupa á bifreið fyrir fatlað fólk, vegna heimahjúkrunar, vegna umsóknar um lyfjaskírteini, vegna meðferðar sjúklings erlendis, vegna sjúkradagpeningavottorðs eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innanlands, 1.816 kr.
- Vottorð vegna bóta úr slysa- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, án greinargerðar, 1.816 kr.
- Framhaldsvottorð vegna slysatrygginga, 842 kr.
- Fyrir vottorð vegna umsókna um örorkubætur til lífeyrissjóða, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðar skal miða við hversu langan tíma
það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 6.098 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur. - Fyrir vottorð vegna byssuleyfis, skóla og sumarbúða erlendis og um heilsufar eða vinnufærni vegna umhverfis eða atvinnu, þ.m.t. vegna
atvinnuréttinda (meiraprófs), 7.264 kr. - Vottorð um niðurstöður úr Covid sýnatökum: 7.609 kr
- Vottorð um starfshæfni og fyrir staðfestingu á heilsufari til Virk: 2.174 kr
- Fyrir hvers kyns önnur vottorð s.s. til lögmanna og tryggingafélaga, lögreglu og sýslumanna, auk ítarlegra vottorða um heilsufar einstaklings vegna beiðni þriðja aðila (skóla, atvinnurekanda, sjómannavottorð) skal að lágmarki greitt fyrir klukkutímavinnu læknis, 16.540 kr. og síðan 5.513 kr. til viðbótar fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Greiðslur vegna vottorða fara ekki í afsláttarstofn