FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Hér eru birtar fréttir og tilkynningar um starfsemi heilsugæslunnar og brýn mál vegna Covid-19.

Við bendum á vef Landlæknis varðandi nýjustu upplýsingar um Covid-19 og upplýsingavefinn Covid.is

god-rad-covid

27.11.2020

Breytt fyrirkomulag krabbameinsskimana í brjóstum og leghálsi

Frá og með 1. janúar 2021 taka gildi breytingar á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum.

Heilsugæslur taka við framkvæmd skimana fyrir krabbameinum í leghálsi og Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri taka við framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum.

Markmið breytinganna er að færa verklag nær því skipulagi sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum.

Upplýsingar um framkvæmd skimana frá áramótum

Reglubundin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi er forvörn ætluð einkennalausum konum. Finni konur fyrir einkennum

frá brjóstum eða kvenlíffærum er þeim ráðlagt að leita til læknis.

Boð í skimun

Öllum konum á Íslandi verður boðin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis. Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði á tveggja ára fresti og konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini að jafnaði á fimm ára fresti.

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum
 • Tímapantanir: Frá 6. janúar 2021 geta konur pantað tíma í skimu þegar boðsbréf berst, hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga frá og með 6. janúar 2021 eða með því að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is. Í framtíðinni er stefnt að því að allar konur geti bókað eða breytt tíma á Heilsuvera.is.
 • Staðsetning þjónustu: Þjónustan verður áfram veitt í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð þar til á vormánuðum 2021 þegar hún flyst á Eiríksgötu 5.
Skimun fyrir leghálskrabbameini – höfuðborgarsvæðið
 • Tímapantanir: Frá 4. janúar geta konur pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á www.heilsuvera.is eða hjá heilsugæslustöðinni sinni.
 • Staðsetning þjónustu: Þjónustan verður veitt á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr geta konur sem það kjósa leitað til kvensjúkdómalæknis vegna sýnatöku.
 • Framkvæmd: Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, munu annast sýnatöku, líkt og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert á heilsugæslustöðvunum á landsbyggðinni frá árinu 2015.
 • Heilsugæslan mun í samvinnu við kvennadeild Landspítala og kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri sinna og fylgja eftir konum sem þurfa nánari greiningu og eftirlit vegna ákveðinna frumubreytinga í leghálsi.
Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar er að finna hér á vefnum og hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana í síma 513-6700 sem tekur til starfa 6. janúar 2021.

23.10.2020

Inflúensubólusetning aðeins fyrir áhættuhópa

Einungis er í boði að bólusetja einstaklinga sem tilheyra áhættuhópi. Bólusett er alla virka daga milli 13:00–14:30.
Vinsamlegast bókið tíma á Mínum síðum í gegnum www.heilsuvera.is (Bólusetning) eða í síma 510 6550

13.10.2020

Inflúensubólusetningar – haust2020

Bólusetningar gegn inflúensu eru hafnar. Bólusett er alla virka daga milli 13:00–14:30.
Vinsamlegast bókið tíma á Mínum síðum í gegnum www.heilsuvera.is (Bólusetning) eða í síma 510 6550

12.10.2020

Skyndimóttaka – opin vaktþjónusta lækna er lokuð

Skyndimóttaka – opin vaktþjónusta lækna er lokuð um óákveðinn tíma frá og með mánudeginum 12. október. Í stað opinnar vaktþjónustu lækna er boðið upp á fjarþjónustu, aukna símaþjónustu og símatíma lækna. Minnum á www.heilsuveru.is fyrir lyfjaendurnýjanir, tímabókanir og fyrirspurnir.

24.09.2020

Blóðrannsókn.

Lokað verður í blóðrannsókn í Heilsugæslunni Urðarhvarfi í dag 24 sept.

21.09.2020

Grímuskylda

Frá og með 21. september verður tekin upp grímuskylda í Heilsugæslunni Urðarhvarfi vegna aukningar á Covid-19 smiti. Grímuskyldan á við um alla, starfsfólk og skjólstæðinga.

25.05.2020

Þjónusta heilsugæslunnar

Starfsemi heilsugæslunnar er að færast aftur í eðlilegt form og venjubundin þjónusta er aftur í boði. Opnunartími er frá kl 8:00 – 17:00.

Skjólstæðingum með einföld erindi sem hægt er að leysa í síma eða rafrænt er bent á að nýta sé þá möguleika.

Einstaklingum með einkenni sem geta bent til COVID-19 sýkingar er bent á að hafa fyrst símasamband við heilsugæslustöðina í síma 510 6550 og ræða hugsanlega sýnatöku. Um helgar þarf að hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 vegna sýnatöku.

20.05.2020

RANNSÓKNARSTOFAN Í URÐARHVARFI 14 

Rannsóknarstofan í Urðarhvarfi 14 verður lokuð föstudaginn 22. maí.

Vísum á rannsóknarstofuna í Glæsibæ sem er opin frá kl. 8:00 – 16:00.

06.05.2020

RANNSÓKNARSTOFAN Í URÐARHVARFI 14 

Rannsóknarstofan í Urðarhvarfi 14 er nú opin alla virka daga frá kl. 8:15 – 11:15.

02.04.2020

MINNUM Á BREYTTAN OPNUNARTÍMA OG ÞJÓNUSTU

Heilsugæslan er opin frá kl. 08:00 -16:00 alla daga. Síðdegisvakt lækna er opin frá kl. 16:00-17:00. Við minnum á breytt fyrirkomulag, þ.e að nýta sér fjarþjónustu eftir megni.

Þjónusta heilsugæslunnar:

 • Aukin síma- og vefþjónusta,
 • Í boði að bóka símaviðtal í gegnum Mínar síður á www.heilsuvera.is
 • Netspjall á heilsuvera.is er opið frá 8-22 alla daga.
 • Takmarkanir á fjölda gesta, eingöngu komi:
  • Einn aðstandi með í ung og smábarnavernd.
  • Enginn fær að koma með verðandi móður í mæðravernd.
 • Allir gestir sem eru með einkenni um sýkingu skulu setja á sig grímu og hanska við komu.
 • Nær öll námskeið falla niður.
 • Síðdegisvakt stytt til kl. 17:00.
 • Hægt að skrá sig í sóttkví á Mínum síðum á heilsuvera.is og einnig sækja þar vottorð um að þú hafir verið í sóttkví.

23.03.2020

TILKYNNING UM SÓTTKVÍ OG VOTTORÐ UM SÓTTKVÍ Í HEILSUVERU

Ertu í sóttkví? Tvær nýjar aðgerðir eru nú mögulegar í Heilsuveru, Tilkynning um sóttkví og vottorð um sóttkví.
Þessar aðgerðir eru báðar undir flipanum COVID-19 sem ef næst á eftir Heima flipanum í Heilsuveru.

Sjá nánari leiðbeiningar hér: TILKYNNING UM SÓTTKVÍ OG VOTTORÐ UM SÓTTKVÍ Í HEILSUVERU

20.03.2020

RANNSÓKNARSTOFA LOKUÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA

Rannsóknarstofan í Urðarhvarfi 14 er lokuð frá og með 23. mars um óákveðinn tíma. Vísað er á rannsóknastofuna í Glæsibæ eða Domus.

16.03.2020

BREYTT ÞJÓNUSTA HEILSUGÆSLUNNAR  VEGNA COVID-19

Notið fjarþjónustu – síma og vefþjónustu

Vaktþjónusta lækna(drop-in) á heilsugæsluna fellur niður um óákveðin tíma

Leiðir til að hafa samband:
• Símtal á Heilsugæslu á dagvinnutíma, sími 510 6510
• Samskipti og beiðni um símaviðtal á Mínar síður á www.heilsuvera.is
• Netspjall á heilsuvera.is – kl. 8:00-22:00
• Hringið í vaktsíma 1700 ef erindið þolir ekki bið

10.03.2020

SÍMAÞJÓNUSTA Í STAÐ PANTAÐRA TÍMA
Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 er fjarþjónusta og símaþjónusta aukin til muna og símatímum lækna verður fjölgað. Hjúkrunarfræðingar munu eftir sem áður veita símaráðgjöf.

10.03.2020

BÓLUEFNI VIÐ LUNGNABÓLGU BÚIÐ
Athugið bóluefni við lungnabólgu er ekki fáanlegt á heilsugæslunni um óákveðinn tíma.

Tilkynning verður birt vef Heilsugæslunnar þegar bóluefnið verður fáanlegt aftur.

28.02.2020

COVID-19 – GRUNUR UM SMIT

EKKI koma beint á heilsugæsluna.
Hringdu í heilsugæsluna á opnunartíma í síma 510 6550 eða í vaktsímann 1700 og fáðu nánari leiðbeiningar.

Spurningar og svör um Kórónaveiruna á vef Embættis landlæknis