FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Hér eru birtar fréttir og tilkynningar um starfsemi heilsugæslunnar og brýn mál.

Við bendum á vef Landlæknis varðandi nýjustu upplýsingar um Covid-19 og upplýsingavefinn Covid.is

god-rad-covid

15.12.2023

Opnunartími Heilsugæslunnar og Sameindar yfir hátíðarnar

06.12.2023

Jafnlaunavottun – Heilsugæslan hefur hlotið jafnlaunavottun

Heilsuvernd og öll fyrirtæki í samstæðunni, Heilsuvernd Heilsugæslan Urðarhvarfi (Heilsugæsla Reykjavíkur), Heilsuvernd Hjúkrunarheimili og Heilsuvernd á Vífilsstöðum hafa hlotið Jafnlaunavottun sem byggir á jafnlaunastaðli ÍST85-2012.

Staðallinn tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun. Heilsuvernd hefur komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og felur ekki í sér kynbundna mismunun.

22. 12. 2022

Opnunartími heilsugæslunnar yfir hátíðarnar

Þorláksmessa, 23. desember –  Opið frá kl. 8:00-16:00. Síðdegisvakt lækna frá kl. 16:00-17:00 er lokuð

Aðfangadagur, 24. desember – Lokað

Jóladagur, 25. desember – Lokað

Annar í jólum, 26. desember – Lokað

Heilsugæslan er opin alla virka daga milli jóla og nýárs frá kl. 8:00 – 16:00.

Síðdegisvaktin er opin virka daga frá kl. 16:00 -17:00.

Gamlársdagur, 31. desember – Lokað

Nýársdagur, 1. janúar – Lokað

 

07.06. 2022.

Heilsugæslan Urðarhvarfi í fremstu röð fyrir framúrskarandi þjónustu

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) létu nýverið kanna ánægju og traust meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

Heilsugæslan Urðarhvarfi er í fremstu röð meðal heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt þjónustukönnun SÍ.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) létu nýverið kanna ánægju og traust meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkratryggingar telja könnunina veita verðmætar upplýsingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara hjá einstökum heilsugæslustöðvum. Samkvæmt könnuninni er Heilsugæslan Urðarhvarfi í fremstu röð meðal heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu en hún er ein þeirra sjö heilsugæslustöðva sem raðar sér í efstu sætin í flestum spurningum. Heilt yfir er góð ánægja með þjónustuna!

Helstu niðurstöður voru þær að:
– 72,3% einstaklinga bera mikið traust til heilsugæslunnar
– 76,5% eru ánægð með þjónustuna
– 87,2% svarenda töldu viðmót og framkomu starfsfólks almennt gott

Sjá nánari niðurstöður hér á vef SÍ

18.05. 2022

Skyndimóttaka – Opin vaktþjónusta lækna lokuð í sumar

Frá og með 1. júní til 31. ágúst verður skyndimóttakan – opin vaktþjónusta lækna milli kl. 13:00 og 16:00 lokuð.
Síðdegisvakt lækna er opin frá kl. 16:00-17:00 fyrir þá skjólstæðinga sem skráðir eru á heilsugæsluna.

18.03. 2022

Inflúensubólusetning fyrir 67 ára+

Í ljósi frétta af fjölgun tilfella af inflúensu þá mælum við með að allir 67 ára og eldri, sem ekki hafa fengið inflúensubólusetningu í vetur, komi og fái inflúensubólusetningu hjá okkur á heilsugæslustöðinni Urðarhvarfi.

Starfsfólk heilsuverndar efri ára, heilsugæslunni Urðarhvarfi

11.01. 2022

Rannsóknastofa lokuð

Rannsóknarstofan er lokuð frá miðvikudeginum 12. janúar til og með föstudagsins 14. janúar. Opið er á rannsóknastöð Sameindar í Orkuhúsinu, Urðarhvarfi Hægt er að sækja þjónustuna í Orkuhúsinu (5. hæð), Urðarhvarfi 8. Opnunartími, kl 8:00-15:45.

22. 12.2021

Opnunartími heilsugæslunnar yfir hátíðarnar

Aðfangadagur, 24. desember – Lokað

Jóladagur, 25. desember – Lokað

Annar í jólum, 26. desember – Lokað

Heilsugæslan er opin alla virka daga milli jóla og nýárs frá kl. 8:00 – 16:00. Síðdegisvaktin er opin virka daga frá kl. 16:00 -17:00.

Gamlársdagur, 31. desember – Lokað

Nýársdagur, 1. janúar – Lokað

Gleðilega hátíð

13.12.2021

Heilsuvernd efri ára

Heilsugæslan Urðarhvarfi mun frá áramótum bjóða skjólstæðingum stöðvarinnar 67 ára og eldri upp á nýja heilsuverndarmóttöku undir nafninu Heilsuvernd efri ára.

Eins og nafnið gefur til kynna er markmiðið með hinni nýju móttöku fyrst og fremst heilsuvernd þar sem skimað er fyrir einkennum sem flýta fyrir ótímabærri öldrun og markhópurinn í byrjun þeir sem enn eru á sínum fyrstu efri árum.

Skimað er í viðtali fyrir vandamálum tengdum blóðþrýstingi, byltum, færni, næringarástandi og lyfjanotkun auk atriða í daglegu lífi fólks sem samkvæmt rannsóknum auka helst hættu á ótímabærri hrörnun.

Framkvæmd móttökunnar er undir stjórn Önnu Bjargar Jónsdóttur sérfræðings í öldrunarlækningum og framkvæmdin verður í höndum Ragnheiðar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings og Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttur Blöndal næringarfræðings og doktorsnema auk lækna og annars starfsfólks heilsugæslustöðvarinnar.

Markmiðið er að hafa samband við alla skjólstæðinga stöðvarinnar 67 ára og eldri á árinu 2022 þar sem móttakan er kynnt og fólki boðið að skrá sig. Um leið og skráning fer fram er pöntuð blóðprufa sem viðkomandi þarf að fara í, liggi hún ekki þegar fyrir.

Gera má ráð fyrir að fyrsta viðtal taki um eina og hálfa klukkustund og að niðurstöður liggi fyrir innan mánaðar. Þá verður haft samband símleiðis við viðkomandi, niðurstöður kynntar og boðið í annað viðtal ef þörf er á að fylgja niðurstöðum eftir.

28.10.2021

Blóðrannsókn

Blóðrannsókn lokar kl. 10:3o í dag, fimmtudaginn 28. október. Vísum á rannsóknarstofuna í Glæsibæ. Opið frá kl. 8:00 – 16:00.

11.10.2021

Bólusetning gegn árlegri inflúensu

Áætlað er að hefja bólusetningu gegn árlegri inflúensu miðvikudaginn 20. október á heilsugæslunni.

Athugið að fyrstu tvær vikurnar verða forgangshópar bólusettir. Í nóvember verður svo opnað fyrir almennar bólusetningar og eru þá allir velkomnir í inflúensubólusetningu sem skráðir eru á heilsugæsluna.

Bólusett verður alla virka daga milli kl. 10:15 og 12:00.

Ekki þarf að panta tíma.

 

Forgangshópar eru:

 • Þau sem eru 60 ára eða eldri
 • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
 • Þungaðar konur

Þessir hópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi.

Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópum borga bæði komugjald, 500 kr, og bóluefnið (Vaxigrip Tetra) sem kostar nú 1.800 kr.

 • Munið eftir grímu og komið ekki í bólusetningu ef einhver einkenni eru til staðar.
 • Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg.
 • Að minnsta kosti fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar.

27.11.2020

Breytt fyrirkomulag krabbameinsskimana í brjóstum og leghálsi

Frá og með 1. janúar 2021 taka gildi breytingar á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum.

Heilsugæslur taka við framkvæmd skimana fyrir krabbameinum í leghálsi og Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri taka við framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum.

Markmið breytinganna er að færa verklag nær því skipulagi sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum.

Upplýsingar um framkvæmd skimana frá áramótum

Reglubundin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi er forvörn ætluð einkennalausum konum. Finni konur fyrir einkennum

frá brjóstum eða kvenlíffærum er þeim ráðlagt að leita til læknis.

Boð í skimun

Öllum konum á Íslandi verður boðin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis. Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði á tveggja ára fresti og konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini að jafnaði á fimm ára fresti.

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum
 • Tímapantanir: Frá 6. janúar 2021 geta konur pantað tíma í skimu þegar boðsbréf berst, hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga frá og með 6. janúar 2021 eða með því að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is. Í framtíðinni er stefnt að því að allar konur geti bókað eða breytt tíma á Heilsuvera.is.
 • Staðsetning þjónustu: Þjónustan verður áfram veitt í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð þar til á vormánuðum 2021 þegar hún flyst á Eiríksgötu 5.
Skimun fyrir leghálskrabbameini – höfuðborgarsvæðið
 • Tímapantanir: Frá 4. janúar geta konur pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á www.heilsuvera.is eða hjá heilsugæslustöðinni sinni.
 • Staðsetning þjónustu: Þjónustan verður veitt á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr geta konur sem það kjósa leitað til kvensjúkdómalæknis vegna sýnatöku.
 • Framkvæmd: Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, munu annast sýnatöku, líkt og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert á heilsugæslustöðvunum á landsbyggðinni frá árinu 2015.
 • Heilsugæslan mun í samvinnu við kvennadeild Landspítala og kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri sinna og fylgja eftir konum sem þurfa nánari greiningu og eftirlit vegna ákveðinna frumubreytinga í leghálsi.
Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar er að finna hér á vefnum og hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana í síma 513-6700 sem tekur til starfa 6. janúar 2021.

23.10.2020

Inflúensubólusetning aðeins fyrir áhættuhópa

Einungis er í boði að bólusetja einstaklinga sem tilheyra áhættuhópi. Bólusett er alla virka daga milli 13:00–14:30.
Vinsamlegast bókið tíma á Mínum síðum í gegnum www.heilsuvera.is (Bólusetning) eða í síma 510 6550

13.10.2020

Inflúensubólusetningar – haust2020

Bólusetningar gegn inflúensu eru hafnar. Bólusett er alla virka daga milli 13:00–14:30.
Vinsamlegast bókið tíma á Mínum síðum í gegnum www.heilsuvera.is (Bólusetning) eða í síma 510 6550

12.10.2020

Skyndimóttaka – opin vaktþjónusta lækna er lokuð

Skyndimóttaka – opin vaktþjónusta lækna er lokuð um óákveðinn tíma frá og með mánudeginum 12. október. Í stað opinnar vaktþjónustu lækna er boðið upp á fjarþjónustu, aukna símaþjónustu og símatíma lækna. Minnum á www.heilsuveru.is fyrir lyfjaendurnýjanir, tímabókanir og fyrirspurnir.

24.09.2020

Blóðrannsókn

Lokað verður í blóðrannsókn í Heilsugæslunni Urðarhvarfi í dag 24 sept.

21.09.2020

Grímuskylda

Frá og með 21. september verður tekin upp grímuskylda í Heilsugæslunni Urðarhvarfi vegna aukningar á Covid-19 smiti. Grímuskyldan á við um alla, starfsfólk og skjólstæðinga.

25.05.2020

Þjónusta Heilsugæslunnar

Starfsemi heilsugæslunnar er að færast aftur í eðlilegt form og venjubundin þjónusta er aftur í boði. Opnunartími er frá kl 8:00 – 17:00.

Skjólstæðingum með einföld erindi sem hægt er að leysa í síma eða rafrænt er bent á að nýta sé þá möguleika.

Einstaklingum með einkenni sem geta bent til COVID-19 sýkingar er bent á að hafa fyrst símasamband við heilsugæslustöðina í síma 510 6550 og ræða hugsanlega sýnatöku. Um helgar þarf að hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 vegna sýnatöku.

20.05.2020

Rannsóknastofan lokuð

Rannsóknarstofan í Urðarhvarfi 14 verður lokuð föstudaginn 22. maí.

Vísum á rannsóknarstofuna í Glæsibæ sem er opin frá kl. 8:00 – 16:00.

06.05.2020

Rannsóknarstofan opin

Rannsóknarstofan í Urðarhvarfi 14 er nú opin alla virka daga frá kl. 8:15 – 11:15.

02.04.2020

Minnum á breyttan opnunartíma og þjónustu

Heilsugæslan er opin frá kl. 08:00 -16:00 alla daga. Síðdegisvakt lækna er opin frá kl. 16:00-17:00. Við minnum á breytt fyrirkomulag, þ.e að nýta sér fjarþjónustu eftir megni.

Þjónusta heilsugæslunnar:

 • Aukin síma- og vefþjónusta,
 • Í boði að bóka símaviðtal í gegnum Mínar síður á www.heilsuvera.is
 • Netspjall á heilsuvera.is er opið frá 8-22 alla daga.
 • Takmarkanir á fjölda gesta, eingöngu komi:
  • Einn aðstandi með í ung og smábarnavernd.
  • Enginn fær að koma með verðandi móður í mæðravernd.
 • Allir gestir sem eru með einkenni um sýkingu skulu setja á sig grímu og hanska við komu.
 • Nær öll námskeið falla niður.
 • Síðdegisvakt stytt til kl. 17:00.
 • Hægt að skrá sig í sóttkví á Mínum síðum á heilsuvera.is og einnig sækja þar vottorð um að þú hafir verið í sóttkví.

23.03.2020

Tilkynning um sóttkví og vottorð um sóttkví í Heilsuveru

Ertu í sóttkví? Tvær nýjar aðgerðir eru nú mögulegar í Heilsuveru, Tilkynning um sóttkví og vottorð um sóttkví.
Þessar aðgerðir eru báðar undir flipanum COVID-19 sem ef næst á eftir Heima flipanum í Heilsuveru.

Sjá nánari leiðbeiningar hér: TILKYNNING UM SÓTTKVÍ OG VOTTORÐ UM SÓTTKVÍ Í HEILSUVERU

20.03.2020

Rannsóknarstofan lokuð um óákveðin tíma

Rannsóknarstofan í Urðarhvarfi 14 er lokuð frá og með 23. mars um óákveðinn tíma. Vísað er á rannsóknastofuna í Glæsibæ eða Domus.

16.03.2020

Breytt þjónusta Heilsugæslunar vegna COVID-19

Notið fjarþjónustu – síma og vefþjónustu

Vaktþjónusta lækna(drop-in) á heilsugæsluna fellur niður um óákveðin tíma

Leiðir til að hafa samband:
• Símtal á Heilsugæslu á dagvinnutíma, sími 510 6510
• Samskipti og beiðni um símaviðtal á Mínar síður á www.heilsuvera.is
• Netspjall á heilsuvera.is – kl. 8:00-22:00
• Hringið í vaktsíma 1700 ef erindið þolir ekki bið

10.03.2020

Símaþjónusta í stað pantaðra tíma

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 er fjarþjónusta og símaþjónusta aukin til muna og símatímum lækna verður fjölgað. Hjúkrunarfræðingar munu eftir sem áður veita símaráðgjöf.

10.03.2020

Bóluefni við lungabólgu búið

Athugið bóluefni við lungnabólgu er ekki fáanlegt á heilsugæslunni um óákveðinn tíma.

Tilkynning verður birt vef Heilsugæslunnar þegar bóluefnið verður fáanlegt aftur.

28.02.2020

COVID-19 – Grunur um smit

EKKI koma beint á heilsugæsluna.
Hringdu í heilsugæsluna á opnunartíma í síma 510 6550 eða í vaktsímann 1700 og fáðu nánari leiðbeiningar.

Spurningar og svör um Kórónaveiruna á vef Embættis landlæknis