HEILSUGÆSLA

Velkomin í Heilsugæslu Heilsuverndar í Urðarhvarfi.

Heilsugæslan í Urðarhvarfi er opin öllum óháð búsetu.

Markmið heilsugæslustöðvarinnar er að veita góða þjónustu og stuðla að snemmbæru inngripi sjúkdóma. Sérstök áhersla er lögð á forvarnir, lífsstíl, mataræði og hreyfingu og teymisvinnu fagaðila á stöðinni.

Vaktþjónusta heimilislækna er opin alla virka daga frá kl.8:30-18:00

Bólusetningar gegn árlegri inflúensu eru alla virka daga kl. 8:30-11:30 og kl. 13:00-15:00. Þarf ekki að panta tíma.

Opnunartími

Heilsugæslan er opin frá kl. 08:00-18:00 alla virka daga. Hægt er að bóka tíma í síma 510-6550.

Rannsókn

Rannsóknarstofan í Urðarhvarfi 14 er opin frá klukkan 8:15 til 11:15 alla virka daga og í Glæsibæ milli 8:00 og 16:00.

Læknisþjónusta

Móttaka heimilislækna tilheyrir kjarnastarfssemi heilsugæslunnar. Á Heilsugæslunni í Urðarhvarfi starfa nú 5 sérfræðingar í heimilislækningum.

MÆÐRAVERND

eftirlits- og forvarnaþjónusta sem allar verðandi mæður eiga kost á. Í mæðravernd felst eftirlit með heilbrigði móður og barns.

Hjúkrunarþjónusta

Á heilsugæslunni starfa hjúkrunarfræðingar og ein ljósmóðir sem sinna móttöku skjólstæðinga Heilsugæslunnar.

UNGBARNAVERND

Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma.

VANTAR ÞIG HEIMILISLÆKNI? SKRÁÐU ÞIG Í SAMLAG !