Móttaka heimilislækna tilheyrir kjarnastarfssemi heilsugæslunnar.

Á Heilsugæslunni í Urðarhvarfi starfa nú 5 sérfræðingar í heimilislækningum. Hver læknir er með ákveðinn hóp skjólstæðinga á skrá hjá sér. Fjöldi skráðra skjólstæðinga á hvern lækni í fullri stöðu er yfirleitt á bilinu 1600-1800 manns.

Læknar Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi eru:

Elín Anna Helgadóttir

Lyf og blóðsjúkdómalæknir

Eyjólfur Guðmundsson

Heimilislæknir

Hafið samband við móttöku fyrir hádegi til að fá símtal samdægurs.

Gunnar Björn Ólafsson

Læknir

Hafið samband við móttöku fyrir hádegi til að fá símtal samdægurs.

Jón Tryggvi Héðinsson

Heimilislæknir

Hafið samband við móttöku fyrir hádegi til að fá símtal samdægurs.

Julian Smith

Læknir - Heilsuvernd Heilsugæsla

Sturla B. Johnsen

Heimilislæknir

Hafið samband við móttöku fyrir hádegi til að fá símtal samdægurs.

Teitur Guðmundsson

Læknir og framkvæmdastjóri

Hafið samband við móttöku fyrir hádegi til að fá símtal samdægurs.

Torbjörn Andersen

Heimilislæknir

Símatími alla virka daga frá kl.13:00-13:30 í síma 510-6550

Lyfjaendurnýjanir

Gildir um lyf sem viðkomandi hefur fengið áður á Heilsugæslunni eða upplýsingar eru til um frá öðrum læknum. Hjúkrunarfræðingar taka niður upplýsingar og koma til læknanna sem meta.

Lyfseðlar eru sendir rafrænt í svokallaða lyfseðlagátt sem er miðlægur grunnur.  Öll apótek geta sótt lyfseðlana þaðan.

Varðandi tölvupóstsamskipti: Landlæknisembættið mælir gegn sendingu viðkvæmra upplýsinga vegna öryggissjónarmiða, tölvupóstur þykir ekki nógu öruggur.

Þú hefur fjóra valmöguleika:

1. Rafrænt á heilsuvera.is    Þarf rafræn skilríki.

2. Hringja í hjúkrunarfræðing milli 10:00 – 11:30 í síma 510-6550 alla virka daga.

3. Hringja í lækni á símatíma.

4. Koma á stofu.   Mikilvægt að fylgjast með heilsufarinu, til að fá fjölnota lyfseðla á föst lyf.

Ekki er hægt að fá endurnýjuð sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf gegnum síma. Til að fá fjölnota seðla þarf að koma á stofu.

Heilsuvera.is

Á vef Heilsuveru.is getur þú með rafrænum skilríkjum meðal annars sent lækninum þínum skilaboð, beðið um lyfjaendurnýjun, bókað tíma og skoðað yfirlit bólusetninga.

Innskráning á heilsuvera.is