Móttakan felur í sér eftirlit og ráðleggingar varðandi sykursýki

Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annaðhvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns.

Helstu einkenni sykursýki eru:

  • Tíðari og meiri þvaglát
  • Þorsti
  • Þreyta og slappleiki
  • Sinadráttur, náladofi í fingrum og þrálátar sýkingar í húð

Orsök sykursýki er óþekkt og er sjúkdómurinn ólæknandi. Fólk með sykursýki getur þó lært að stjórna meðferðinni sjálft og lifað fullkomlega eðlilegu lífi. Því er mikilvægt að fólk með sykursýki setji sig vel inní sjúkdóminn og taki virkan þátt í að ákveða heilsueflingu og meðferð.

Móttakan er fyrir:
  • Einstaklinga með sykursýki 2
  • Einstaklinga með hækkaðan fastandi blóðsykur eða HbA1c
  • Konur sem hafa fengið sykursýki á meðgöngu (ráðlagt eftirlit 3-5 ár eftir fæðingu)

Markmið sykursýkismóttökunnar er að stuðla að auknum lífsgæðum sykursjúkra og koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla.

Hægt er að láta skrá sig á símatíma hjá hjúkrunarfræðingi sykursýkismóttökunnar í síma 510 6550.

Nánarir upplýsingar og leiðbeiningar tengdar sykursýki má finna á heilsuvera.is