Jafnréttisstefna Heilsuverndar
Stjórnendur Heilsuverndar leggja áherslu á að jafnrétti ríki á vinnustaðnum. Jafnréttisstefna Heilsuverndar er unnin í samræmi við lög númer 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018. Jafnréttisáætlun Heilsuverndar byggir á fyrstu drögum að heildarstefnu Heilsuverndar.
Jafnréttisáætlun Heilsuverndar, 2023 - 2026
Heilsuvernd býður upp á fagmannlega þjónustu ásamt fjölbreyttum og sveigjanlegum lausnum. Starfsemi Heilsuverndar er fjölhæf og þjónustar alla sína skjólstæðinga af ábyrgð og nýtur trausts þeirra. Heilsuvernd er áreiðanlegt, ábyrgt og fagmannlegt fyrirtæki með fjölbreyttar lausnir.
Heilsuvernd er framsækið fyrirtæki sem horfir stöðugt til framtíðar til að gera enn betur og auka þjónustu sína „Því hver dagur er dýrmætur“.
Áætlunin er unnin í samræmi við lög númer 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018.
Mannauðsstjóri hefur umsjón með mótun jafnréttisáætlunar Heilsuverndar og framkvæmd hennar í samvinnu við framkvæmdateymi Heilsuverndar. Lögð er áhersla á að öll samstæða Heilsuverndar framfylgi jafnréttisáætluninni með markvissum hætti. Mannauðsstjóri starfar jafnframt sem jafnréttisfulltrúi og veitir fræðslu og ráðgjöf um jafnréttismál auk þess að hafa umsjón með úttektum og rannsóknum á stöðu og kjörum kynjanna hjá Heilsuvernd samstæðu.
Jafnréttisáætlun Heilsuverndar er aðgengileg á nýjum vef Heilsuverndar og verður kynnt öllum stjórnendum og starfsfólki á komandi haustmánuðum. Jafnréttisáætlun er endurskoðuð annað hvert ár.
Jafnréttisáætlun Heilsuverndar er tvíþætt. Hún tekur til starfshóps Heilsuverndar sem vinnustaðar og vinnuveitanda og þjónustu við skjólstæðinga Heilsuverndar.
Vinnustaðurinn
- Heilsuvernd samstæða skal setja fram framkvæmdaáætlun sem segir til um með hvaða hætti jafnréttisáætluninni er framfylgt.
- Endurskoða, rýna og uppfæra skal stefnuna annað hvert ár; næst 2025.
- Útlista skal hvernig hver rekstrareining samstæðunnar mun útfæra jafnréttisáætlunina og aðlaga hana rekstrarumhverfi sínu.
- Framkvæmdaáætlun jafnréttisstefnunnar er yfirfarin reglubundið til að tryggja að markmiðin náist.
- Unnið er markvisst að því að auka jafnréttisvitund starfsfólks.
- Markvisst skal unnið að afnámi kynbundins ofbeldis, kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni, eineltis- og annarra áreitni hegðunar á vinnustöðum Heilsuverndar.
- Jafnréttis skal gætt í atvinnuauglýsingum hjá Heilsuvernd.
- Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið þegar ráðið er í starf hjá Heilsuvernd samstæðu.
- Þess skal gætt að einstaklingar óháð kyni, séu tryggð jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.
- Gæta skal að starfsmenn óháð kyni, njóti sömu möguleika til endur- og símenntunar sem og að sækja námskeið til að auka hæfni í starfi.
- Tryggja skal samræmi milli vinnu og einkalífs og að starfsfólk, óháð kyni, geti sinnt daglegum störfum sínum á dagvinnutíma, þar sem það á við.
Þjónusta við skjólstæðinga
- Kynja- og jafnréttissjónarmið skulu samþætt inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku Heilsuverndar.
- Hafa skal hlutföll kynja að leiðarljósi við ráðningar í öll stöðugildi.
- Einstaklingum skal ekki mismunað í þjónustu og starfsemi
- Heilsuverndar. Allir einstaklingar njóta sömu réttinda óháð kynferði, kynhneigð, þjóðerni, trúarbrögðum, fötlun, aldri o.s.frv.
- Unnið skal að því að auka jafnréttisvitund þjónustuþega Heilsuverndar.
- Markvisst skal unnið gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundnu áreitni og kynferðislegu áreitni.