Nánar um Heilsugæsluna í Urðarhvarfi

Heilsugæsla Reykjavíkur ehf gerði samning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur heilsugæslustöðvar samkvæmt útboði Ríkiskaupa og hóf starfssemi þann 01.08.2017 í Urðarhvarfi 14. Ákveðið var að vinna undir sömu merkjum og Heilsuvernd og kalla stöðina Heilsuvernd Heilsugæsla.

Markmið heilsugæslustöðvarinnar eru að veita góða þjónustu og stuðla að snemmbæru inngripi sjúkdóma. Sérstök  áhersla er lögð á forvarnir, lífsstíl, mataræði og hreyfingu og teymisvinnu fagaðila á stöðinni með þetta að leiðarljósi.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga á öllum aldursskeiðum.

Áhersla er á ungbarna og mæðravernd, sálfræðiþjónustu, notkun hreyfiseðla í þessum tilgangi. Þá mun stöðin sérhæfa sig í umönnun aldraðra og heilsugæslu þeirra, með það að markmiði að bæta lífsgæði þeirra.

Rafræn samskipti í gegnum Heilsuveru.is eru snar þáttur í þjónustu við skjólstæðinga stöðvarinnar og eru þeir hvattir til að nýta sér það kerfi varðandi skilaboð, lyfjaendurnýjanir og tímabókanir.

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Í persónuverndarstefnu Heilsugæslunnar er upplýst hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hver tilgangurinn með söfnun þeirra er og með hvaða hætti upplýsingarnar eru unnar.