
Gulur dagur, 10. september: Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga
Starfsfólk Heilsuverndar og Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi skellti í gult morgunkaffi og klæddist gulu í tilefni dagsins. Mánuðurinn allur, gulur september, er tileinkaður vitundarvakningu um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi
Gulur dagur, 10. september: Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga
💛10. september💛 er Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga og gulur dagur.
Starfsfólk Heilsuverndar og Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi skellti í gult morgunkaffi og klæddist gulu í tilefni dagsins💛
Mánuðurinn allur, gulur september, er tileinkaður vitundarvakningu um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi💛
Í ár er sérstök áhersla lögð á geðheilbrigði eldra fólks💛
Eldra fólk leitar síður aðstoðar en þeir sem yngri eru en finna engu að síður mörg fyrir einmanaleika og félagslegri einangrun. Að meðaltali fellur 41 einstaklingur fyrir eigin hendi á ári hverju á Íslandi.
Ef þú eða einhver sem þú þekkir glímir við sjálfsvígshugsanir eða sjálfskaðandi hegðun má alltaf hafa samband við Píeta-samtökin. Þá er hjálparsími Rauða krossins opinn allan sólarhringinn í síma 1717 og netspjall á heimasíðunni 1717.is.


