Skólaheilsugæsla
Markmið heilsuverndar grunnskólabarna er að efla heilbrigði þeirra og stuðla að vellíðan.
Hjúkrunarfræðingar sem sinna heilsuvernd grunnskólabarna vinna í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi.
Heilsuvernd grunnskólabarna
Starfsemi heilsuverndar grunnskólabarna er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda.
Helstu áherslur í heilsuvernd grunnskólabarna eru:
- Fræðsla og heilsuefling
- Bólusetningar
- Skimanir
- Viðtöl um heilsu og líðan
- Umsjón og eftirlit með umönnun langveikra barna innan skólans
- Ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans
Fræðsla og heilsuefling
Heilsuvernd skólabarna sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu í öllum árgöngum og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-H heilsunnar.
Áherslur fræðslunnar eru: Hamingja, Hollusta, Hreinlæti, Hreyfing, Hugrekki, Hvíld og kynheilbrigði.
Bólusetningar
- 7. bekkur: Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt í einni sprautu. Bólusett gegn HPV, tvær sprautur gefnar með a.m.k. sex mánaða millibili.
- 9. bekkur: Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, stífkrampa og kíghósta í einni sprautu.
Skimanir
Skólahjúkrunarfræðingur sinnir reglubundnum skoðunum:
- 1. bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling og viðtal um heilsu og líðan.
- 4. bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling og lífsstílsmat.
- 7. bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling og lífsstílsmat.
- 9. bekkur: Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling og lífsstílsmat.
Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.
Nánari upplýsingar um heilsuvernd grunnskólabarna má nálgast á Heilsuveru
Heilsuvernd heilsugæsla sinnir skólaheilsuvernd í grunnskólum í Kópavogi og Reykjavík:
- Norðlingaskóli
Skólahjúkrunarfræðingar:
Ragna Ásþórsdóttir
Þórhildur María Jónsdóttir
nordlingaskoli@hv.is
- Vatnsendaskóli
Skólahjúkrunarfræðingar:
Hulda María Hermannsdóttir
Ásthildur Ólöf Ríkharðsdóttir
vatnsendaskoli@hv.is
- Waldorfsskólinn Lækjarbotnum