Fara á efnissvæði

Sálfræðiþjónusta

Boðið er upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga.

Skjólstæðingar Heilsuvernd heilsugæslu geta leitað til heimilislæknis eða hjúkrunarfræðings á stöðinni telji þeir sig þurfa á sálfræðiþjónustu að halda. 

Heimilislæknar og hjúkrunarfræðingar geta vísað í matsviðtal til sálfræðings á heilsugæslustöð.

Í matsviðtali hjá sálfræðingi fer fram mat á vanda, fræðsla um viðeigandi úrræði samkvæmt klínískum leiðbeiningum og ráðgjöf.  

Meðferðir

Veitt er meðferð við kvíðaröskunum, þunglyndi, áfallastreituröskun, félagsfælni, heilsukvíðaröskun og áráttu- og þráhyggjuröskun, vægum til miðlungs alvarlegum vanda. 

HAM hópmeðferð er í boði fyrir þá sem eru með væg einkenni kvíða og depurðar.