Næringarfræðingur
Meðferð hjá næringarfræðingi felur alltaf í sér einstaklingsmiðaða nálgun þar sem unnið er út frá vanda einstaklingsins.
Hjá heilsugæslunni starfar klínískur næringarfræðingur, Dr. Berglind Soffía Á. Blöndal en hún er sérhæfð í næringu aldraðra, átröskun og vannæringu.
Dr. Berglind Blöndal vinnur eftir Health at Every Size (HAES) módelinu, þar sem unnið er með þyngdarlausa nálgun og lögð áhersla á að ná sáttum við eigin líkama og mataræði.
Tilvísun
Nauðsynlegt er að vera með tilvísun frá lækni eða hjúkrunarfræðingi til að bóka tíma hjá næringarfræðing.
Þeir sem gætu haft gagn af næringarmeðferð eru:
- Aldraðir einstaklingar
- Þeir sem hafa jójóað upp og niður í þyngd í gegnum árin og vilja komast út úr megrunarlestinni
- Fólk með átröskun (anorexia, búlemía, binge eating disorder o.fl.)
- Fólk með vannæringu eða eru með lélegt næringarástand
- Fólk sem er með skort á vítamíni/um og/eða steinefni/um
- Fólk sem er með nýrnasjúkdóm
- Fólk sem hefur farið í magahjáveituaðgerð eða magaermisaðgerð
- Fólk sem er með krabbamein
- Fólk sem er með sykursýki
- Fólk sem er að glíma við þunglyndi/kvíða
- Fólk með þvagsýrugigt
- Fólk með gigtarsjúkdóma
- Fólk með ofnæmi eða óþol fyrir einhverju úr matnum
- Fólk með meltingartruflanir eins og IBS og IBD, uppþembu, niðurgang, hægðatregðu, o.fl.
- Fólk með Parkinson, bæði aukin orkuþörf og flókið að taka lyf og uppfylla próteinþörf
- Fólk með bólgur í líkama
- Og fleira og fleira