Lyfjafræðingur
Hlutverk lyfjafræðings á heilsugæslunni er að veita klíníska lyfjaráðgjöf bæði til lækna og skjólstæðinga stöðvarinnar.
Á heilsugæslunni starfar klínískur lyfjafræðingur.
Læknar eða annað starfsfólk heilsugæslunnar getur vísað þér til lyfjafræðings en einnig er hægt að bóka viðtal í móttöku.
Lyfjafræðingur heilsugæslunnar getur:
- Rætt við þig ef þú hefur áhyggjur af þeim lyfjum sem þú ert að taka
- Yfirfarið lyfin sem þú tekur með tilliti til aukaverkana og hvernig lyfin hafa áhrif á hvort annað
- Útskýrt hvernig lyfin virka þegar þú ert að hefja nýja lyfjameðferð
- Skoðað hvort lyfin sem þú tekur séu ennþá nauðsynleg
- Útskýrt á hvaða lyfjum þú ert og hvenær sé best að taka þau
- Hjálpað þér að hætta á lyfi sem er ekki lengur þörf fyrir