Fara á efnissvæði

Lyfjaendurnýjanir

Lyfjaendurnýjanir fara fram með rafrænum skilríkjum á Heilsuveru eða í símtali við hjúkrunarfræðing.

  • Lyfjaendurnýjun í gegnum Heilsuveru
  • Hjúkrunarfræðingur heilsugæslunnar tekur á móti símtölum vegna lyfjaendurnýjunar á milli kl. 10:30 og 11:30 alla virka daga.  

Mikilvægt er að fylgjast reglulega með heilsufari hjá þeim erum á lyfjum til lengri tíma, því er nauðsynlegt að bóka tíma hjá lækni til að fá fjölnota lyfseðla.  

Athugið

  • Lyfjaendurnýjun hjá hjúkrunarfræðingi á aðeins við um lyf sem hafa verið skrifuð út áður af lækni á heilsugæslunni.  
  • Bóka þarf tíma hjá lækni fyrir öll ný lyf eða lyf sem hafa aðeins verið skrifuð út af sérfræðingi á annarri stofnun. 
  • Allar lyfjaendurnýjanir ávanabindandi lyfja s.s. sterkra verkjalyfja og róandi- og svefnlyfja fara fram í tímabókun hjá lækni.