Leghálsskimanir
Allir sem eru með legháls og hafa stundað kynlíf ættu að mæta í reglubundna leghálsskimun.
Ljósmæður heilsugæslustöðvarinnar hafa hlotið sérstaka þjálfun og annast sýnatöku fyrir skimun vegna krabbameins í leghálsi.
Konum er boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23 til 29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30 til 64 ára.
Boðsbréf í leghálsskimun
Hafir þú fengið boðsbréf í skimunina getur þú bókað tíma í leghálsskimun á Mínum síðum á Heilsuveru eða í síma 510-6550.
Hægt er að mæta í skimun á hvaða heilsugæslu sem er á höfuðborgarsvæðinu óháð skráningu á stöð.
Svar úr skimunum berast konum á island.is
Upplýsingabæklingur um skimun vegna frumubreytinga í leghálsi