Fara á efnissvæði

Læknisþjónusta

Móttaka lækna tilheyrir kjarnastarfsemi heilsugæslunnar. Ekki er nauðsynlegt að vera með skráðan heimilislækni til að vera skráður á heilsugæsluna, í þeim tilfellum fá skjólstæðingar heilsugæslunnar tíma hjá næsta lausa lækni.  

Læknar

Á Heilsuvernd heilsugæslu starfa 7 sérfræðingar í heimilislækningum ásamt 6 sérnámslæknum. 

  • David Rysin, sérnámslæknir
  • Eyjólfur Guðmundsson, heimilislæknir
  • Guðmundur Högni Hilmarsson, sérnámsgrunnlæknir
  • Guðrún Dóra Clarke, heimilislæknir
  • Gunnar Björn Ólafsson, sérnámslæknir
  • Helga María Alfreðsdóttir, sérnámslæknir
  • Jón Tryggvi Héðinsson, heimilislæknir
  • Julian Smith, sérnámslæknir
  • Karl Björnsson, heimilislæknir
  • Linda Kristjánsdóttir, heimilislæknir og yfirlæknir
  • Sigurður Ástvaldur Hannesson, sérnámslæknir
  • Sturla B. Johnsen, heimilislæknir
  • Viktor Davíð Sigurðsson, heimilislæknir

 

Hafið samband við móttöku í síma 510-6550 til að fá upplýsingar um lækna sem taka að sér nýja skjólstæðinga í samlag. 

Almennar tímabókanir

Hægt er að bóka tíma hjá einstaka læknum á Mínum síðum á Heilsuvera.is

Aðrar tímabókanir fara fram í móttöku eða í síma 510-6550. 

Bráð erindi og samdægurstímar

Hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar forgangsraða erindum sem ekki þola bið í samdægurstíma og á síðdegisvakt frá kl. 8:30 í síma 510-6550.

  • Ekki eru í þessum tímum gefin út vottorð eða skrifuð út ávanabindandi lyf s.s. sterk verkjalyf, svefnlyf eða róandi lyf. 

Ef um bráðatilfelli er að ræða hringið í 112! 

Símaviðtöl

Læknar heilsugæslunnar eru hættir með símaviðtöl og beina núna slíkum erindum á mínar síður á Heilsuveru.

Ef erindið þolir ekki bið er hægt að fá beint samband við hjúkrunarfræðing alla virka daga í síma 510-6550 milli kl. 8:30 og 15:30.

Tilvísanir til sérfræðilækna

Heimilislæknar gera tilvísanir til annarra sérfræðilækna eftir þörfum að undangengnu faglegu mati.

  • Bóka þarf tíma hjá heimilislækni vegna tilvísana. 

Börn undir 2 ára þurfa ekki tilvísun til sérfræðilækna og borga ekki fyrir þjónustuna óháð tilvísun.  

Börn á aldrinum 2ja til 18 ára þurfa ekki tilvísun til sérfræðilækna en án tilvísunar þarf að greiða fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskrá. 

Ekki er unnt að gefa út tilvísun afturvirkt vegna þjónustu sem búið er að veita.  

Sjúkraþjálfun: Sjúkratryggðir einstaklingar eiga rétt á 6 skiptum á ári hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar. 

Vottorð

Heimilislæknar gefa út veikindavottorð vegna fjarvista úr skóla eða vinnu. Ef um stutt tilfallandi veikindi er að ræða er hægt að óska eftir veikindavottorði í gegnum mínar síður á Heilsuveru.

Önnur vottorð

Öll önnur vottorð svo sem vegna tíðra eða langvarandi veikinda eru aðeins gefin út að undangengu faglegu mati læknis og því mikilvægt að bóka tíma fyrir gerð slíkra vottorða. 

Upplýsingar um aðrar tegundir vottorða sem heimilislæknar gefa út og verð má finna í gjaldskrá.

Lyfjaendurnýjanir

Lyfjaendurnýjanir fara fram með rafrænum skilríkjum á Mínum síðum á Heilsuveru eða í síma 510-6550 á milli kl. 10:30 og 11:30 alla virka daga. 

  • Gildir aðeins um lyf sem hafa verið skrifuð út áður af lækni á heilsugæslunni.  
  • Bóka þarf tíma hjá lækni fyrir öll ný lyf eða lyf sem hafa aðeins verið skrifuð út af sérfræðingi á annarri stofnun.
  • Allar lyfjaendurnýjanir ávanabindandi lyfja s.s. sterkra verkjalyfja og róandi- og svefnlyfja fara fram í tímabókun hjá lækni. 

Verkjamóttaka

Haustið 2023 var verkjamóttaka opnuð fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. 

Tilgangur móttökunnar er að hafa eftirlit með lyfjunum og aðstoða einstaklinga við að minnka skammta eftir aðstæðum. 

Ekki er ráðlagt að minnka lyfjaskammta nema undir eftirliti læknis.

Hafðu samband í síma 510-6550 til þess að bóka viðtalstíma hjá Verkjamóttökunni.