Hreyfiseðlar
Hreyfiseðill er meðferðarúrræði eða hluti af meðferð við sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum sem vitað er að hreyfing geti haft jákvæð áhrif á.
Fyrir hverja er hreyfiseðill?
Hann er fyrir þá einstaklinga sem eru að glíma við sjúkdóma þar sem hreyfing ætti að vera hluti af meðferð svo sem:
- Offita
- Sykursýki 2
- Þunglyndi, kvíði og depurð
- Hækkaður blóðþrýstingur
- Langvinnir verkir
- Hjarta- og lungnasjúkdómar
- Hækkuð blóðfita
- Beinþynning
Læknir eða hjúkrunarfræðingur vísar skjólstæðingi áfram til sjúkraþjálfara sem sinnir starfi hreyfistjóra á heilsugæslunni.
- Hreyfistjóri metur möguleika og getu til hreyfingar í sameiningu við skjólstæðing.
- Sett eru fram markmið og útbúin hreyfiáætlun sem byggir á fagþekkingu.
- Auk þess er framkvæmt 6 mínútna göngupróf og kennt hvernig skráning á hreyfingu er háttað.
Skráning á hreyfingu er þá í höndum skjólstæðings og eftirfylgni í höndum hreyfistjóra og læknis/hjúkrunarfræðings.