Fara á efnissvæði

Hjúkrunarþjónusta

Á heilsugæslunni starfa hjúkrunarfræðingar sem sinna móttöku skjólstæðinga Heilsuvernd heilsugæslu. 

Hægt er að bóka tíma í móttöku hjúkrunarfræðinga og fá upplýsingar og ráðgjöf um hin ýmsu efni. Hjúkrunarfræðingar vinna í nánu samstarfi við lækna og aðra fagaðila stöðvarinnar. 

Hjúkrunarmóttaka

Hjúkrunarmóttakan er opin alla virka daga milli kl. 8:30 og 16:00.

Tekið er á móti bókunum í síma 510-6550.

Á hjúkrunarmóttöku fara fram öll almenn hjúkrunarverk. Veitt er m.a eftirfarandi þjónusta:

  • Ráðgjöf og fræðsla
  • Lyfjagjafir
  • Bólusetningar
  • Sárameðferðir
  • Skimanir
  • Inndælingar
  • Aftappanir á blóði
  • Kynsjúkdómapróf

Hjúkrunarfræðingar heilsugæslustöðvarinnar annast einnig og sjá um eftirfarandi þjónustu:

  • Sykursýkismóttöku
  • Lungnamóttöku
  • Lífsstílsmóttöku
  • Heilsuvernd efri ára

Hjúkrunarvakt fyrir erindi sem ekki þola bið

Hjúkrunarvakt er opin alla virka daga milli kl. 8:30 og 15:30.

Hjúkrunarfræðingar og/eða móttökuritarar sjá um að bóka á hjúkrunarvakt samdægurs. 

Skimun fyrir þvagfærasýkingu

Teljir þú þig vera með þvagfærasýkingu er hægt að skila inn þvagprufum á heilsugæsluna frá kl 8:00 til 10:00 alla virka daga. Hjúkrunarfræðingur skimar þvag fyrir sýkingareinkennum og hefur samband samdægurs með niðurstöður.