
Heilbrigðisþjónusta fyrir þolendur ofbeldis
Þolendur ofbeldis geta fengið aðstoð og aðhlynningu á heilsugæslunni á opnunartíma. Hafið samband í síma 510-6550.
Einnig er hægt að fá aðstoð hjá: Bráðamóttöku Landspítala allan sólarhringinn
- Í síma 1700 utan dagvinnutíma.
- Í síma 112 ef hætta steðjar að.
Heimilisofbeldi
Heimilisofbeldi er ofbeldi sem á sér stað á milli náinna eða tengdra aðila, svo sem milli núverandi eða fyrrverandi maka eða sambúðaraðila hvort sem aðilar eru skráðir í sambúð eða ekki, af hálfu niðja eða annarra sem búa á heimili viðkomandi eða eru í hans umsjá.
Getur einnig tekið til fólks sem verður fyrir ofbeldi og býr í búsetukjarna fyrir fólk með fötlun og til eldra fólks sem býr á dvalarheimili.
Þolandi og gerandi þurfa ekki að vera skráðir saman í sambúð til að um heimilisofbeldi sé að ræða og þarf ofbeldið sjálft ekki að eiga sér stað á heimili.
Hjúkrunarfræðingar og læknar hjálpa og styðja þolendur heimilisofbeldis og þolendur ofbeldis í nánum samböndum eftir þörfum og óskum hvers og eins, til dæmis með að:
- Gefa út áverkavottorð
- Vísa í félagsráðgjöf
- Vísa til áfallateymis
- Kynna önnur úrræði sem eru í boði
Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis
Neyðarmóttaka er staðsett á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi, S: 543-2000.
Aðkoma lögreglu er ekki skilyrði til að fá aðhlynningu og ákvörðun um kæru þarf ekki að liggja fyrir.
Þolendur eru hvattir til að leita aðstoðar eftir kynferðisbrot, burtséð frá tíma frá broti, eðli brots eða alvarleika.
Fyrstu sólarhringirnir eftir að brot er framið eru mjög mikilvægur tími, sérstaklega varðandi lífsýnasöfnun ef ákveðið er að kæra brotið síðar.
- Nánari upplýsingar um Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis
- Nánar um Sálfræðiþjónustu Neyðarmóttökunnar
- Nánar um Réttargæslumenn
Einnig er hægt að leita til heilsugæslunnar á dagvinnutíma, óháð tímalengd frá broti, til að fá ráðgjöf, stuðning, fræðslu og aðstoð við úrvinnslu eða vegna sýnatöku fyrir smitsjúkdómum, kynsjúkdómum, þungun eða öðru slíku.
Hjálplegar upplýsingar er varða ofbeldi
Fræðsla um ofbeldi á Heilsuveru
Fræðsla um ofbeldi á logreglan.is
Bjarkarhlíð – Þjónusta fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir ofbeldi og vilja vinna með afleiðingar þess.
Kvennaathvarfið – Athvarf fyrir konur sem geta ekki búið heima hjá sér vegna ofbeldis.
Stígamót – Aðstoð og þjónusta fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.
Aflið – Ráðgjöf til þolenda ofbeldis og aðstandenda þeirra.
Sjúk ást hjá Stígamótum.
Heimilisfriður – Aðstoð fyrir gerendur.