Bólusetningar
Hjúkrunarfræðingar Heilsuvernd heilsugæslu sjá um bólusetningar og veita almenna ráðgjöf.
Auk reglubundinna bólusetninga fyrir börn er boðið upp á bólusetningar fyrir eftirfarandi:
Inflúensa
Á haustin er boðið upp á bólusetningu fyrir árlegri inflúensu. Nánari tímasetningar eru auglýstar um leið og ljóst er hvenær bóluefni berst til landsins ár hvert.
Lungnabólga
Bólusett er fyrir lungnabólgu af völdum pneumókokkum með bóluefninu Pneumovax.
Bólusetningar og ráðgjöf vegna ferðalaga erlendis
Ráðgjöf er veitt út frá þeim stað/landi sem ferðast er til og veittar upplýsingar um smitvarnir og forvarnir gegn sjúkdómum sem ferðamenn geta átt í hættu á að verða útsettir fyrir.
Ráðlagt er að bóka tíma minnst 6 vikum fyrir brottför til að tryggja fulla virkni bóluefnanna og að hægt sé að endurbólusetja með þeim efnum sem þarf fleiri en einn skammt af.
Bólusetningar sem eru í boði:
- Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti
- Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti og mænusótt
- Mænusótt
- Taugaveiki
- Mýgulusótt
- Lifrarbólga A
- Lifrarbólga B
- Lifrarbólga A+B
- Heilahimnubólga
- Hundaæði* - sérpöntun
- Japönsk Heilabólga** - sérpöntun
- Mítilborin heilabólga - sérpöntun
Athugið að staða bóluefna í landinu er misjöfn og því getum við ekki tryggt að öll ofangreind bóluefni séu til.
*Bólusetning gegn hundaæði eru þrír skammtar gefnir á fjórum vikum
**Bólusetning gegn japanskri heilabólgu eru tveir skammtar gefnir á fjórum vikum.
Nánari upplýsingar
- Hjúkrunarfræðingar veita nánari upplýsingar um bólusetningar símleiðis í síma 510-6550.
- Upplýsingar um verð á bóluefnum má sjá í verðskrá.