Fara á efnissvæði

Blóðrannsókn

Rannsóknarstofan Sameind ehf. annast blóðsýnatökur og tekur á móti öðrum sýnum til rannsóknar að beiðni lækna á heilsugæslustöðinni. 

Opnunartímar rannsóknarstofu á Heilsuvernd heilsugæslu

Rannsóknarstofan er opin alla virka daga frá kl 8:00 til 12:00.

Ekki þarf að panta tíma í blóðrannsókn en læknir þarf að vera búinn að gera beiðni.

Hægt er að fá upplýsingar um stöðu beiðna í síma 580-9500.

Niðurstöður blóðrannsókna eru sendar þeim lækni sem pantar rannsóknina.

Algengar spurningar varðandi blóðsýnatöku

Sameind - aðrir staðir og opnunartímar

Rannsóknarstofan Sameind ehf. er einnig með aðsetur á fleiri stöðum og geta skjólstæðingar heilsugæslunnar mætt í sína blóðprufu á eftirfarandi stöðum hafi þeir beiðni: 

Sameind Ármúla 
Ármúla 32, 108 Reykjavík 
Opið alla virka daga 8:00-16:00 

Domus læknar 
Hlíðasmára 17, 2. hæð, 201 Kópavogur 
Opið alla virka daga 8:15-15:30 

Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum 
Aðalgötu 60, 230 Reykjanesbæ 
Opið alla virka daga 8:00-12:00 

Heilsugæslan Kirkjusandi 
Hallgerðargötu 13, 105 Reykjavík 
Opið alla virka daga 8:00-12:00 

Heilsugæslan Höfða 
Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík 
Opið alla virka daga 8:00-16:00 

Heilsugæslan Salahverfi 
Salavegi 2, 201 Kópavogur 
Opið alla virka daga 8:00-12:00 

Nánari upplýsingar um opnunartíma hjá Sameind má finna á heimasíðu Sameindar