Fara á efnissvæði

Þjónusta

Heilsuvernd heilsugæslan í Urðahvarfi er opin öllum, óháð búsetu. Markmið okkar er að veita góða þjónustu og stuðla að snemmbæru inngripi sjúkdóma. 

Læknisþjónusta

Móttaka lækna tilheyrir kjarnastarfsemi heilsugæslunnar. Ekki er nauðsynlegt að vera með skráðan heimilislækni til að vera skráður á heilsugæsluna, í þeim tilfellum fá skjólstæðingar heilsugæslunnar tíma hjá næsta lausa lækni.  

Hjúkrunarþjónusta

Á heilsugæslunni starfa hjúkrunarfræðingar sem sinna móttöku skjólstæðinga Heilsuvernd heilsugæslu. 

Lyfjaendurnýjanir

Lyfjaendurnýjanir fara fram með rafrænum skilríkjum á Heilsuveru eða í símtali við hjúkrunarfræðing.

Meðgönguvernd

Helsta markmið meðgönguverndarinnar er að stuðla að eðlilegri meðgöngu, greina áhættuþætti eins fljótt og auðið er og bregðast við þeim. 

Ung- og smábarnavernd

Fylgst er reglubundið með heilbrigði og framförum á þroska barna, andlegum, félagslegum og líkamlegum, frá fæðingu til skólaaldurs. 

Bólusetningar

Hjúkrunarfræðingar Heilsuvernd heilsugæslu sjá um bólusetningar og veita almenna ráðgjöf.

Leghálsskimanir

Allir sem eru með legháls og hafa stundað kynlíf ættu að mæta í reglubundna leghálsskimun.  

Blóðrannsókn

Rannsóknarstofan Sameind ehf. annast blóðsýnatökur og tekur á móti öðrum sýnum til rannsóknar að beiðni lækna á heilsugæslustöðinni. 

Sálfræðiþjónusta

Boðið er upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga.

Næringarfræðingur

Meðferð hjá næringarfræðingi felur alltaf í sér einstaklingsmiðaða nálgun þar sem unnið er út frá vanda einstaklingsins.

Lyfjafræðingur

Hlutverk lyfjafræðings á heilsugæslunni er að veita klíníska lyfjaráðgjöf bæði til lækna og skjólstæðinga stöðvarinnar. 

Hreyfiseðlar

Hreyfiseðill er meðferðarúrræði eða hluti af meðferð við sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum sem vitað er að hreyfing geti haft jákvæð áhrif á. 

Skólaheilsugæsla

Markmið heilsuverndar grunnskólabarna er að efla heilbrigði þeirra og stuðla að vellíðan.