Heilsugæslan í Urðarhvarfi hefur aukið þjónustu sína og opnað sykursýkismóttöku fyrir skjólstæðinga sína.

Móttakan felur í sér eftirlit og ráðleggingar varðandi sykursýki.

Markmið sykursýkismóttökunnar er að stuðla að auknum lífsgæðum sykursjúkra og koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla.

Hægt er að láta skrá sig á símatíma hjá Eygló Helgadóttur hjúkrunarfræðingi sykursýkismóttökunnar í síma 510 6550.