Skjólstæðingar Heilsugæslunnar Urðarhvarfi geta leitað til síns heimilislæknis varðandi beiðni um sálfræðiþjónustu.

Boðið er upp á sálfræðimeðferð fyrir börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga.

Heimilislæknar heilsugæslunnar vísa til sálfræðinganna sem starfa í samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður stöðvarinnar.

Aðrir samstarfsaðilar eru t.d. félagsþjónusta og sérfræðiþjónusta skóla, Barna- og unglingageðdeild Landspítala, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þroska- og hegðunarstöð og barnavernd.

Nánari upplýsingar má fá á Heilsugæslunni Urðarhvarfi, í síma 510-6550.