Í ungbarna- og smábarnavernd er fylgst reglubundið með heilbrigði og framförum á þroska barna, andlegum, félagslegum og líkamlegum, frá fæðingu til skólaaldurs.

Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma. Mikilvægt er að uppgötva sem fyrst frávik hvað heilsufar og þroska varðar og gera viðeigandi ráðstafanir.

Ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur vitjar nýfæddra barna og fjölskyldna þeirra fyrstu vikurnar eftir fæðingu.  Fjöldi vitjana er mismunandi og tekur mið af þörfum hverrar fjölskyldu.

Fyrsta heimsókn er fyrir 2 vikna aldur barns eða stuttu eftir að heimaþjónustu ljósmóður lýkur.

Að jafnaði eru heimsóknirnar tvær til þrjár fram að 6 vikna aldri barns. Að því loknu tekur við ungbarnavernd á Heilsugæslunni samkvæmt tilmælum Embættis Landlæknis.

Fyrsta skoðun inn á Heilsugæslustöðinni er við 6 vikna aldur barnsins og fyrsta bólusetningin er þegar barnið er 3 mánaða.

Sjá nánar yfirlit yfir skoðanir og ónæmisaðgerðir