Verkjamóttaka
Þjónusta þar sem skjólstæðingum Heilsuvernd heilsugæslu er veitt aðstoð til þess að draga úr notkun sterkra verkjalyfja undir eftirliti læknis.
Haustið 2023 var verkjamóttaka opnuð fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er.
Tilgangur móttökunnar:
- Að hafa eftirlit með lyfjunum og aðstoða einstaklinga við að minnka skammta eftir aðstæðum.
Ekki er ráðlagt að minnka lyfjaskammta nema undir eftirliti læknis. Pantaðu tíma á verkjamóttökunni til að ræða áætlun sem er sniðin að þínum þörfum.
Tímabókanir
Tímabókanir og nánari upplýsingar fara fram í síma 510-6550.