Fara á efnissvæði

Sykursýkismóttaka

Þjónustan felur í sér eftirlit og ráðleggingar til skjólstæðinga Heilsuvernd heilsugæslu varðandi sykursýki og áhættuþætti.

Móttökunni sinna hjúkrunarfræðingar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir heilsugæslunnar.

Móttakan er fyrir: 

  • Einstaklinga með sykursýki 2
  • Einstaklingar með hækkaðan fastandi blóðsykur eða HbA1c
  • Konur sem hafa fengið sykursýki á meðgöngu (ráðlagt eftirlit í 3-5 ár eftir fæðingu) 

(Einstaklingar með insúlínháða sykursýki er vísað á Göngudeild innkirtla og efnaskipta á Landspítala) 

Markmið móttökunnar

  • Að auka lífsgæði skjólstæðinga bæði til skemmri og lengri tíma, með jákvæðum áhrifum á blóðsykur og aðra áhættuþætti svo sem háþrýsting, háar blóðfitur og reykingar. 
  • Að skjólstæðingar séu vel upplýstir og virkir þátttakendur í sinni meðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um meðferð á eigin sjúkdómi í samráði við aðra meðferðaraðila.  

Tímabókanir

Tímabókanir og nánari upplýsingar fara fram í síma 510-6550.