Lungnamóttaka
Þjónustan felur í sér eftirlit og ráðleggingar til skjólstæðinga Heilsuvernd heilsugæslu sem greindir eru með langvinna lungnasjúkdóma.
Móttökunni sinna hjúkrunarfræðingar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir heilsugæslunnar.
Móttakan er fyrir:
- Skjólstæðinga stöðvarinnar sem greindir eru með langvinna lungnasjúkdóma s.s. langvinna lungnateppu (LLT/COPD) eða astma.
Markmið móttökunnar:
- Að auka lífsgæði skjólstæðinga með viðeigandi inngripum út frá mati á líðan, einkennum og fylgikvillum.
Tímabókanir
Tímabókanir og nánari upplýsingar fara fram í síma 510-6550.