Lífsstílsmóttaka
Þjónustan felur í sér eftirlit og ráðleggingar til skjólstæðinga Heilsuvernd heilsugæslu sem glíma við lífsstílstengdan heilsufarsvanda.
Móttökunni sinna hjúkrunarfræðingar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir heilsugæslunnar.
Móttakan er fyrir:
- Alla þá sem hafa áhyggjur af heilsufari sínu og eru tilbúnir til að fara út í lífsstílsbreytingar með aðstoð fagaðila.
Lífsstílstengdur heilsufarsvandi
Dæmi um heilsufarsvanda sem unnið er með á lífsstílsmóttöku:
- Þyngdaraukning
- Offita
- Streita
- Svefnleysi
- Óheilbrigðar matarvenjur
- Vannæring
- Reykingar
Einnig ráðleggjum við öllum sem eru á efnaskiptalyfjum s.s. Wegovy eða Ozempic að mæta í reglulegt eftirlit hjá hjúkrunarfræðingi á lífsstílsmóttöku.
Tímabókanir
Tímabókanir og nánari upplýsingar fara fram í síma 510-6550.