Heilsuvernd efri ára
Þjónustan felur í sér heilsuvernd og ráðgjöf til skjólstæðinga Heilsuvernd heilsugæslu þar sem skimað er fyrir einkennum sem flýta fyrir ótímabærri öldrun.
Móttökunni sinna hjúkrunarfræðingar í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir heilsugæslunnar.
Móttakan er fyrir:
- Allir skjólstæðingar stöðvarinnar 67 ára og eldri eru velkomnir.
Markmið
Markmið með móttökunni er fyrst og fremst heilsuvernd þar sem skimað er fyrir einkennum sem flýta fyrir ótímabærri öldrun.
Skimað er í viðtali fyrir vandamálum tengdum blóðþrýstingi, byltum, færni, næringarástandi og lyfjanotkun, auk atriða í daglegu lífi fólks sem samkvæmt rannsóknum auka helst hættu á ótímabærri hrörnun.
Framkvæmd
Framkvæmd móttökunnar er í höndum Ragnheiðar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings og Dr. Berglindar Soffíu Blöndal næringarfræðings sem er sérhæfð í næringu aldraðra, auk lækna og annars starfsfólks heilsugæslustöðvarinnar.
Tímabókanir
Tekið er á móti fyrirspurnum og skráningu í síma 510-6550.