Heilsuvernd heilsugæsla
Við erum skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur að leiðarljósi að efla heilbrigði og vellíðan skjólstæðinga heilsugæslunnar
Markmið
Okkar markmið eru að veita góða þjónustu og stuðla að snemmbæru inngripi sjúkdóma
Viltu skrá þig á heilsugæslustöðina okkar?
Rafræn skráning á heilsugæsluna fer fram í gegnum Mínar síður á island.is
Opnunartímar
Heilsugæslan er opin alla virka daga milli kl. 8:00-17:00
- Móttaka lækna, frá kl. 8:30-12:00 og 13:00-16:00
- Síðdegisvakt lækna, frá kl. 16:00-17:00*
- Rannsóknarstofan Sameind, frá kl. 8:00-12:00
*Aðeins fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar í Urðarhvarfi.
YFIR HÁTÍÐIRNAR
- Heilsugæslan verður lokuð 24.-26.des, 31.des. og 1.jan.
- Sameind verður lokuð Þorláksmessu 23.des-26.des, 31. des. og 1. jan.
Tímabókanir hjá læknum
Ekki er nauðsynlegt að vera með skráðan heimilislækni til að vera skráður á Heilsuvernd heilsugæslu.
Almennar tímabókanir hjá læknum heilsugæslunnar fara fram á Mínum síðum á Heilsuvera.is, í síma 510-6550 eða í móttöku heilsugæslustöðvarinnar.
- Ef erindið þolir ekki bið -
Hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar forgangsraða erindum sem ekki þola bið í samdægurstíma og á síðdegisvakt í síma 510-6550.
Ef um bráðatilfelli er að ræða hringið í 112.
Lyfjaendurnýjanir, veikindavottorð og tilvísanir
Viðtal við lækni er alltaf fyrsta skrefið í ávísun lyfja.
Lyfjaendurnýjanir fara fram á Heilsuveru eða í síma
510-6550 á milli kl. 10:00 og 11:30 alla virka daga.
Heimilislæknar gefa út veikindavottorð vegna fjarvista úr skóla eða vinnu.
Bóka þarf tíma hjá heimilislækni vegna tilvísana til annarra sérfræðilækna.
Hjúkrunarmóttaka
Á hjúkrunarmóttöku heilsugæslunnar fara fram öll almenn hjúkrunarverk.
Hjúkrunarfræðingar okkar sinna m.a. ráðgjöf og fræðslu, lyfjagjöfum, sárameðferðum og saumatökum, skimunum, bólusetningum og Heiluseflandi móttöku heilsugæslunnar.
Hjúkrunarmóttakan er opin alla virka daga milli kl. 8:30 og 16:00.
Hafið samband í síma 510-6550 til að bóka tíma eða símaviðtal við hjúkrunarfræðing.
Vinnustaðurinn
Heilsuvernd heilsugæslan í Urðarhvarfi er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu.
Við hlúum vel að fólkinu okkar og leggjum ríka áherslu á jákvætt andrúmsloft á vinnustaðnum og að hver einstaklingur fái notið sín í starfi. Við erum stöðugt að bæta í hóp okkar.
Viltu vaxa með okkur?
Fréttir og tilkynningar
Yfirlit fréttaGleðileg jól
Heilsuvernd heilsugæslan í Urðarhvarfi óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.
Heilsugæslan Urðarhvarfi hættir starfsemi á Akureyri
Frá og með 01.12 næstkomandi mun ekki lengur verða veitt læknisþjónusta heimilislækna á Akureyri á okkar vegum.