10.03.2020

SÍMAÞJÓNUSTA Í STAÐ PANTAÐRA TÍMA

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 er fjarþjónusta og símaþjónusta aukin til muna og símatímum lækna verður fjölgað. Hjúkrunarfræðingar munu eftir sem áður veita símaráðgjöf.


Breytt þjónusta heilsugæslunnar –
Aukin síma- og vefþjónusta

Leiðir til að hafa samband:

  • Símtal á Heilsugæslu á dagvinnutíma, sími 510 6510
  • Samskipti og beiðni um símaviðtal á Mínar síður á www.heilsuvera.is
  • Netspjall á heilsuvera.is – kl. 8:00-22:00
  • Hringið í vaktsíma 1700 ef erindið þolir ekki bið

Takmarkanir á fjölda gesta, eingöngu komi:

  • Einn aðstandi með í ung- og smábarnavernd
  • Enginn fær að koma með verðandi móður í mæðravernd
  • Allir gestir sem eru með einkenni um sýkingu skulu setja á sig maska og hanska við komu.
  • Nær öll námskeið falla niður

Haft verður samband við alla þá sem eiga pantaðan tíma og reynt að leysa erindið símleiðis. Við verðum að sjálfsögðu á staðnum og sinnum þeim sem þurfa að koma á heilsugæslustöðina.

Ungbarnavernd, mæðravernd og heilsuvernd skólabarna verður áfram en tímar ef til vill færðir, við höfum samband ef þess þarf.

Þjónusta í gegnum vefinn heilsuvera.is er einnig aukin, bæði í formi skilaboða á mínum síðum og þá verður netspjall opið alla daga frá 8.00 – 22.00.

Aðeins þeim sem hafa dvalið á skilgreindum hættusvæðum samanber leiðbeiningar sóttvarnalæknis eða verið í samneyti við smitaða er boðin sýnataka eins og staðan er í dag.

Sýni eru tekin á dagvinnutíma á heilsugæslustöðvum og hringja þarf á undan sér á viðkomandi stöð.