Rannsóknarstofan Sameind í Urðarhvarfi 14 er opin alla virka daga frá kl. 8:00 – 12:00

 

Ekki þarf að vera með pantaðan tíma í blóðprufu heldur bara mæta á opnunartíma en læknir þarf að vera búinn að gera beiðni.

Þvagsýni sem læknir hefur beðið þig að koma með afhendist fyrir hádegi í afgreiðslu Heilsugæslunnar Urðarhvarfi 14 á 1. hæð.

Ávallt skal koma með fyrsta morgunþvag (miðbunuþvag) nema annað hafi verið tekið fram. Þvagsýni þarf að vera í réttum umbúðum merktum nafni og kennitölu viðkomandi og gefa þarf hjúkrunarfræðingi upplýsingar um ástæðu fyrir rannsókninni.

 

Rannsóknarstofan er einnig með aðsetur í Ármúla 32, 108 Reykjavík.

Opnunartími í Ármúlanum er alla virka daga frá kl. 8:00-16:00.