Bólusetningar barna

Börn eru bólusett samkvæmt tilmælum landlæknis. Markmiðið með bólusetningum er að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma, einkum hjá börnum.

Sjá nánar hér

Ferðamannabólusetningar

Ferðamannabólusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðinni.

Upplýsingar um  þær veita læknar og hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar.

Bólusetningar fullorðinna

Mælt er með að allir einstaklingar 60 ára og eldri fái eina bólusetningu með fjölsykrubóluefni (Pneumovax®).

Að öllu jöfnu er ekki mælt með fleiri bólusetningum hjá einstaklingum 60 ára og eldri.

Mælt er með að einstaklingar 19 ára og eldri, sem eru með aukna áhættu á alvarlegum pneumókokkasýkingum og sem ekki hafa fengið neina bólusetningu gegn pneumókokkum fái eina bólusetningu með próteintengdu bóluefni (Prevenar13®) og að auki bólusetningu með fjölsykrubóluefni (Pneumovax®) a.m.k. 8 vikum síðar.

Sjá nánari upplýsingar á vef Embættis landlæknis

Ekki er mælt með frekari bólusetningu fyrr en við 60 ára aldur (fjölsykrubóluefni).

Inflúensubólusetningar

Á haustin er boðið upp á inflúensubólusetningar á stöðinni.

Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?

Þeir sem eru 60 ára og eldri fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en borga komugjald. Sama gildir um þá sem tilheyra skilgreindum áhættuhópum. Þar er bæði um að ræða börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Læknar meta hverjir falla undir þessa skilgreiningu. Þungaðar konur fá einnig bóluefnið frítt.

Allir eru velkomnir í inflúensubólusetningu sem skráðir eru á heilsugæsluna.

Bólusetningar gegn pneumókokkum

Pneumókokkar, Streptococcus pneumoniae, eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum og lífshættulegum sjúkdómum einkum hjá ungum börnum og fullorðnum einstaklingum.

Lungnabólga er algengasti sjúkdómurinn sem pneumókokkar valda hjá fullorðnum einstaklingum.