Lyfjaendurnýjanir

Gildir um lyf sem viðkomandi hefur fengið áður á Heilsugæslunni eða upplýsingar eru til um frá öðrum læknum. Hjúkrunarfræðingar taka niður upplýsingar og koma til læknanna sem meta.

Lyfseðlar eru sendir rafrænt í svokallaða lyfseðlagátt sem er miðlægur grunnur.  Öll apótek geta sótt lyfseðlana þaðan.

1. Rafrænt á heilsuvera.is    Þarf rafræn skilríki.

2. Hringja í hjúkrunarfræðing milli 10:00 – 11:30 í síma 510-6550 alla virka daga.

3. Hringja í lækni á símatíma.  Símatímar lækna

4. Koma á stofu.   Mikilvægt að fylgjast með heilsufarinu, til að fá fjölnota lyfseðla á föst lyf.

Varðandi tölvupóstsamskipti: Landlæknisembættið mælir gegn sendingu viðkvæmra upplýsinga vegna öryggissjónarmiða, tölvupóstur þykir ekki nógu öruggur.

Ekki er hægt að fá endurnýjuð sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf gegnum síma. Til að fá fjölnota seðla þarf að koma á stofu.