Heilsugæslustöð Urðarhvarfi 14

  • Heilsugæsla Reykjavíkur ehf gerði samning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur heilsugæslustöðvar samkvæmt útboði Ríkiskaupa og hóf starfssemi þann 01.08.2017 í Urðarhvarfi 14
  • Ákveðið var að vinna undir sömu merkjum og Heilsuvernd og kalla stöðina Heilsuvernd Heilsugæsla
  • Markmið heilsugæslustöðvarinnar eru að veita góða þjónustu og stuðla að snemmbæru inngripi sjúkdóma. Sérstök  áhersla er lögð á forvarnir, lífsstíl, mataræði og hreyfingu og teymisvinnu fagaðila á stöðinni með þetta að leiðarljósi.
  • Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga á öllum aldursskeiðum.
  • Áhersla er á ungbarna og mæðravernd, sálfræðiþjónustu, notkun hreyfiseðla í þessum tilgangi
  • Þá mun stöðin sérhæfa sig í umönnun aldraðra og heilsugæslu þeirra, með það að markmiði að bæta lífsgæði þeirra.
  • Rafræn samskipti í gegnum Heilsuveru.is eru snar þáttur í þjónustu við skjólstæðinga stöðvarinnar og eru þeir hvattir til að nýta sér það kerfi varðandi skilaboð, lyfjaendurnýjanir og tímabókanir