Heilsufarsskoðanir

Heilsuvernd býður upp á sérstakar heilsufarsskoðanir fyrir bæði kyn. Það er öllum ljóst hversu mikilvægt er að hugsa um eigin heilsu, reglubundin heilsufarsskoðun er liður í því að viðhalda henni. Í þessum skoðunum er lögð megin áhersla á ættartengda áhættuþætti, hjarta og æðasjúkdóma, krabbamein, lífstílstengda áhættuþætti, einkenni og fræðslu.

Sérstakar skoðanir fyrir karla og konur auk ítarlegri heilsufarsskoðana eru í boði.

Skoðanirnar eru sniðnar að aldursbilum einstaklinga og innifela meðal annars í sér eftirfarandi þætti;

 • Ítarlegur spurningalisti varðandi heilsufar og ættarsögu
 • Þyngd, hæð og útreiknun líkamsþyngdarstuðuls (BMI)
 • Áætlun fituhlutfalls í líkamanum (Fituprósenta)
 • Blóðþrýstingur og púls
 • Mittis-mjaðmarhlutfall
 • Blóð og þvagrannsókn með tilliti til áhættuþátta
 • Áhættumat fyrir krabbameini
 • Öndunarmæling (spirometry)
 • Hjartalínurit
 • Hjartaálagspróf
 • Almenn læknisskoðun
 • Ráðleggingar varðandi niðurstöður, mataræði og hreyfingu auk bætiefna

Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 510 6500 alla virka daga, eða í gegnum veffangið hv@hv.is.