Gjaldskrá vegna bólusetninga

Auk komugjalda greiða sjúkratryggðir fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega. Greiðslur fyrir bóluefni fara ekki inn í afsláttarstofn.

Bóluefni við árstíðabundinni inflúensu er að kostnaðarlausu þeim sem eru í tilgreindum áhættuhópum. Skjólstæðingar heimahjúkrunar greiða fyrir inflúensubóluefni.

Ekki er greitt fyrir reglubundnar bólusetningar í ungbarnavernd.

  • Hlaupabóla (Varilrix): 7.200 kr (Endurgjaldslaust fyrir sjúkratryggð börn fædd 1. Janúar 2019 eða síðar)
  • Hlaupabóla (Varivax): 8.500 kr
  • Inflúensa (Vaxigrip Tetra): 1.800 kr
  • Kíghósta-, barnaveiki- og stífkrampabóluefni (Boostrix): 3.100 kr
  • Kíghósta-, barnaveiki-, stífkrampa- og mænuveikibóluefni (Boostrix-Polio): 3.500 kr
  • Lifrarbólga A (Havrix): Fullorðnir (16 ára +) 5.000 kr, börn (1 árs – 15 ára) 4.600 kr
  • Lifrarbólga B (Engerix-B): Fullorðnir (16 ára +) 3.700 kr, börn (0 ára – 15 ára) 2.900 kr
  • Lifrarbólga A og B (Twinrix): Fullorðnir (16 ára +) 6.400 kr, börn (1 árs – 15 ára) 5.900 kr
  • Lungnabólga fjölsykrubóluefni (Pneumovax): 5.100 kr
  • Meningokokkar C (NeisVac-C): 5.600 kr (Gjaldfrjálst fyrir 17 ára og yngri)
  • Mislingar, hettustótt og rauðir hundar (M-M-RVAXPRO): 2.900 kr
  • Mýgulusótt (Stamaril): 5.100 kr
  • Taugaveiki (Typhim-Vi): 3.700 kr