Allar konur sem eru skráðar á stöðina eða búa í nágrenni hennar eiga kost á að fá þjónustu ljósmóður á meðgöngunni.

 

Helsta markmið mæðraverndarinnar er að stuðla að eðlilegri meðgöngu, greina áhættuþætti eins fljótt og auðið er og bregðast við þeim.

Leitast er við að efla vellíðan móður, stuðla að auknu öryggi foreldra með því að undirbúa þá fyrir nýtt hlutverk með ráðgjöf og fræðslu um meðgönguna, algenga fylgikvilla meðgöngunnar, fæðinguna og fyrstu dagana eftir fæðingu, eftir því sem við á.

Æskilegt er að barnshafandi konur komi í fyrsta viðtal til ljósmóður á 10.-11. viku meðgöngu.

Við tímabókun er gott að spjalla við ljósmóður til að skipuleggja framhaldið, fá fyrstu ráðgjöf og fræðslu og segja frá heilsufarsvanda ef einhver er.

Skoðanir í mæðravernd eru að meðaltali 7-10 talsins.

Ávallt er hægt að leita eftir ráðgjöf ljósmóður í síma, alla daga frá kl. 8:00-15:00. Einnig er hægt að bóka aukatíma í mæðravernd ef einhverjar áhyggjur vakna.

Stuðst er við klínískar leiðbeiningar Embættis Landlæknis um meðgönguvernd